Staða skrifstofumanns — Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum auglýsir lausa til umsóknar stöðu skrifstofumanns á skrifstofu embættisins á Patreksfirði.
Embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum sinnir ýmsum stjórnsýsluverkefnum á Vestfjörðum sem heyra undir ríkisvaldið. Þrjár starfsstöðvar eru innan embættisins,á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Starfsmenn eru 15 í 13,2 stöðugildum.
Verkefni embættisins eru fjölbreytt og áhugaverð og kalla á mikil og góð samskipti við viðskiptavini.
Sýslumenn eru í fremstu röð í stafrænni stjórnsýslu og hafa metnað til að veita skjóta og góða þjónustu.
Hjá embættinu er lagt upp úr góðum starfsanda og vinnuaðstöðu, símenntun og sveigjanleika í starfi.
Nánar má fræðast um embætti sýslumanna á vefnum www.island.is á slóðinni www.syslumenn.is.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn afgreiðsla.
- Samskipti og aðstoð við viðskiptavini.
- Skrifstofu-, ritara- og gjaldkerastörf.
- Önnur tilfallandi verkefni sem sinnt er hjá embættinu.
Hæfniskröfur
- Reynsla af skrifstofustörfum æskileg.
- Jákvæðni, þjónustulund og góðir skipulags- og samskiptahæfileikar.
- Fumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og geta til að vinna undir álagi.
- Metnaður og áreiðanleiki.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Góð kunnátta í íslensku í ræðu og riti.
- Almenn kunnátta í ensku. Önnur tungumálakunnátta er kostur.
- Hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2025
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Sótt er um starfið á Starfatorgi.
Umsókn um starfið þurfa að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um meðmælendur auk annarra atriða sem máli kunna að skipta.
Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veitir
Jónas B. Guðmundsson, jonas.gudmundsson@syslumenn.is
Sími: 4582400
Gabríela Aðalbjörnsdóttir, gabriela@syslumenn.is
Sími: 4582400