Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Lögfræð­ingur - Starf án stað­setn­ingar

Starfið er á lögfræði­sviði Byggða­stofn­unar.


Skrifað: 24. júní 2021

Starfsauglýsingar

Helstu verkefni og ábyrgð lögfræðings eru umsjón með og afgreiðsla stjórnsýsluverkefna auk eftirlits á sviði póstmála samkvæmt lögum um póstþjónustu og umsjón með gerð álita og úrskurða á málefnasviðinu.  Möguleiki er á þátttöku í erlendu samstarfi.  Athygli er vakin á því að í samræmi við byggðastefnu stjórnvalda er starfið auglýst án staðsetningar, en skal þó unnið á starfssvæði Byggðastofnunar, utan höfuðborgarsvæðisins.

Hæfniskröfur

  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
  • Mjög góð þekking á stjórnsýslurétti
  • Þekking á evrópurétti er kostur
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti
  • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt og í hópi
  • Drifkraftur, metnaður og skipulagshæfileikar

Umsóknarfrestur er til og með 26. júlí 2021

Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Senda á umsókn til Byggðastofnunar, Sauðármýri 2, 550 Sauðárkróki eða á netfangið postur@byggdastofnun.is.

Frekari upplýsingar um störfin veita Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri, Hjalti Árnason, forstöðumaður lögfræðisviðs og Arnar Már Elíasson, staðgengill forstjóra.