Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Starf­semi Eyra­sels á Patreks­firði

Eyrasel á Patreks­firði er opið eftir hádegi frá mánu­degi til fimmtu­dags. Starfið er mismun­andi eftir dögum og er skipu­lagt og mótað eftir þörfum þess sem mæta. Selið (eins og það er kallað  í daglegu tali) er opið öllum 18 ára og eldri en starfið er skipu­lagt eftir viku­dögum á eftir­far­andi hátt;


Skrifað: 22. febrúar 2019

Fréttir

Á mánudögum og miðvikudögum er opið fyrir  alla, sérstaklega fyrir þá sem eru heima á daginn ekki í vinnu eða skóla hvort sem það er vegna veikinda, endurhæfingar, örorku, atvinnuleysis eða einhvers annars. Þessa daga fer starfið algjörlega eftir þeim sem mæta en venjulega er byrjað á léttri göngu kl. 13:15, og kaffi og spjall á eftir.

Á þriðjudögum frá kl. 13:00 – 16:00 er starfið skipulagt fyrir eldri borgara.

  • Byrjað er á stólaleikfimi aðeins til að hita upp fyrir daginn.
  • Starf í föndurherbergi, létt spjall í stofunni, spilað og kaffi og smá með því kl. 15:00.
  • Kaffi og meðlæti kr. 300.

Á  fimmtudögum er opið frá kl. 13:00 – 17:00.

  • Alda bókasafnsvörður kemur með bækur til útláns.
  • Einar Bragi  tónlistarskólastjóri mætir kl.14:00 og spilar undir fyrir söng.
  • Handavinnuherbergið opið, létt spjall í stofunni, spilað ef það næst í spilahóp og unnið að ýmsum öðrum verkefnum.
  • Kaffi og meðlæti kr. 700.

Á miðvikudagsmorgnum kl. 10.00  hefur verið boðið upp á  hreyfitíma í Bröttuhlíð undir stjórn og leiðsögn Kristínar Brynju.

Ásamt þessari föstu dagskrá eru ýmsar uppákomu í Eyraseli s.s. kótelettukvöld, þorrablót  o.fl.