Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Starfs­fólk í félags­mið­stöðvar

Auglýst er eftir starfs­fólki í félags­mið­stöðvar í Vest­ur­byggð, auglýst er eftir einstak­lingum í þrjár stöður.


Skrifað: 2. ágúst 2022

Starfsauglýsingar

  • Umsjónarmaður í félagsmiðstöðina Vest-End á Patreksfirði
  • Umsjónarmaður í félagsmiðstöðina Dímon á Bíldudal
  • Frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðina Vest-End á Patreksfirði

Sem umsjónarmaður, er um að ræða alla umsjón með félagsmiðstöðina Vest-End á Patreksfirði og félagsmiðstöðina Dímon á Bíldudal, veturinn 2022-2023 hið minnsta. Umsjón með starfi felst í skipulagningu á innra starfi, ásamt þrifum og þess háttar. Félagsmiðstöðvar eru opin tvö kvöld í viku, í tvo tíma senn nema annað sé auglýst.

Sem frístundaleiðbeinandi, vinnur hann faglegt starf með ungmennum sem koma að félagsmiðstöðinni.

Félagsmiðstöðvar á sunnanverðum Vestfjörðum starfa náið saman og sameiginlegir viðburður eru haldnir um það bil einu sinni í mánuði.

Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst 2022

Kaup og kjör fara eftir kjarasamningum Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum. Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri. Fyrra starf og/eða nám sem nýtist í starfi er kostur. Sjálfstæð vinnubrögð, stundvísi og jákvætt viðmót skilyrði.

Umsóknir og nánar upplýsingar sendist til Íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfangið it@vesturbyggd.is