Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Starfs­maður félags­mið­stöðv­ar­innar Vest-End

Félags­mið­stöðin Vest-End á Patreks­firði auglýsir eftir starfs­manni.


Skrifað: 19. mars 2024

Starfsauglýsingar

Starfið felst í að aðstoða við skipulag á innra starfi Vest-End. Einnig sér starfsmaður um þrif á félagsmiðstöðinni. Félagsmiðstöðin Vest-End er opin tvö kvöld í viku tvo tíma í senn og er starfið aðallega ætlað fyrir unglinga á unglingastigi grunnskóla. Félagsmiðstöðvarnar á sunnanverðum Vestfjörðum starfa náið saman og eru sameiginlegir viðurðir haldnir einu sinni í mánuði.

Hæfniskröfur

  • Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri
  • Reynsla í vinnu með unglingum æskileg
  • Sjálfstæð vinnubrögð, stundvísi og jákvætt viðmót skilyrði
  • Áhugi fyrir að efla unglingastarf á svæðinu æskilegur

Umsóknarfrestur er til og með 29. mars 2024

Laun og starfskjör eru í samræmi við kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttafélags. Vesturbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Frekari upplýsingar veitir Hafdís Helga Bjarnadóttir, tómstundafulltrúi, og tekur hún einnig á móti umsóknum.