Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Áhaldahús á Bíldudal - Verk­stjóri

Starf verk­stjóra Áhaldahús Vest­ur­byggðar á Bíldudal er laust til umsóknar. Starfið felst í umsjón og vinnu við ýmsar verk­legar fram­kvæmdir, gatna­kerfi og umhirðu á vegum sveit­ar­fé­lagsins.


Skrifað: 4. nóvember 2019

Starfsauglýsingar

Verkstjóri áhaldahúss mun einnig vinna á móti hafnarverði á Bíldudalshöfn eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100%. Næsti yfirmaður er Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Laun eru samkvæmt samningi Vesturbyggðar og viðkomandi stéttarfélags.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Meginverkefni

  • Umhirða og viðhald eigna sveitarfélagsins
  • Verklegar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins
  • Viðhald gatna og veitna
  • Snjómokstur, sláttur o.fl.
  • Fylgir eftir ákvörðunum sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs
  • Dagleg samskipti við starfsmenn og viðskiptavini Vesturbyggðar

Hæfniskröfur

  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Vinnuvélaréttindi / ökuréttindi skilyrði
  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum og samvinnu
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember 2019

Nánari upplýsingar um starfið veitir Geir Gestsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar í síma 868-0869 eða í tölvupósti geir@vesturbyggd.is

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil og fleira skal senda netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is merkt: Umsókn – áhaldahús Bíldudal.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu í starfið.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Geir Gestsson geir@vesturbyggd.is / 450 2300