Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Starfs­maður í frístund

Bíldu­dals­skóli auglýsir laust til umsóknar 43% stöðu starfs­manns í frístund með mögu­leika á hærra starfs­hlut­falli innan skólans.


Skrifað: 12. maí 2021

Starfsauglýsingar

Starfið felst í að leiðbeina börnum í leik og starfi, skipulagning á frístundastarfinu, samvinna við börn, starfsfólk skólans og foreldra o.fl.

Hæfniskröfur

  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Jákvæðir og góðir samstarfshæfileikar

Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2021

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.

Frekari upplýsingar gefur Signý Sverrisdóttir skólastjóri

Bíldudalsskóli skólastjóri

LRR

Lilja Rut Rúnarsdóttir liljarut@vesturbyggd.is / 450 2333