Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Starfs­maður í frístund

Við Patreks­skóla er laus 100% staða frístund­ar­leið­bein­anda fyrir skóla­árið 2021-2022. Frístunda­leið­bein­andi tekur virkan þátt og er leið­andi í skipu­lagi og fram­kvæmd á faglegu starfi í frístund, hefur umsjón með ákveðnum verk­efnum í frístund­a­starfinu í samstarfi við skóla­stjóra.


Skrifað: 21. apríl 2021

Starfsauglýsingar

Helstu verkefni

  • Tekur þátt í skipulagningu á faglegu frístundastarfi fyrir börn á aldrinum 6-9 ára
  • Umsjón með faglegu starfi samkvæmt starfsáætlun og dagskipulagi skólastjóra
  • Tekur á móti börnum í frístund og/eða klúbbastarf, heldur utanum skráningar og upplýsingagjöf til foreldra.
  • Hefur eftirlit með öryggi og velferð barna, fylgist með líðan þeirra, leiðbeinir þeim í samskiptum og virkjar þau í leik og starfi.
  • Vinnur markvisst að því að auka sjálfstæði og virkni barna og vinnur í anda lýðræðis í ákvörðunartökum í samráði við forstöðumann.
  • Vinnur í samstarfi við kennara og stuðningsaðila barnanna innan skólans.
  • Vinnur í samráði og samstarfi við íþrótta- og tómstundafélög eftir þörfum.
  • Aðstoðar við síðdegishressingu barna.
  • Sinnir öðrum verkefnum sem yfirmaður kann að fela frístundaleiðbeinanda.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólaprófi í uppeldis- eða tómstundafræðum eða sambærilegu námi
  • Reynsla af starfi með börnum æskileg
  • Áhugi og ánægja af starfi með börnum skilyrði
  • Hæfni í samskiptum, frumkvæði og sköpunargleði skilyrði

Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2021

Réttindi og skyldur eru samkvæmt kjarasamningi.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.

Frekari upplýsingar gefur Ásdís Snót Guðmundsdóttir, skólastjóri