Starfsmaður í heimaþjónustu á Patreksfirði
Vesturbyggð auglýsir eftir starfsmanni í heimaþjónustu á Patreksfirði. Um er að ræða 50% starf.
Skrifað: 16. maí 2023
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Þrif á heimilum hjá öldruðu fólki og þeim sem eiga rétt á þjónustunni
- Heimkeyrsla á mat til eldri borgara sem þess óska
- Innlit eða það sem metið er að þjónustunotandi þurfi á að halda
Hæfniskröfur
- Hæfni í samskiptum
- Þekking á heimilisþrifum
- Lipurð í samskiptum og þjónustulund
- Samviskusemi
- Stundvísi
Umsóknarfrestur er til og með 15. júní 2023
Laun eru samkæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Allir einstaklingar óháð kyni eru hvattir til að sækja um starfið. Umsókn fylgi ferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni í starfi.
Nánari upplýsingar gefur Guðný Ólafsdóttir forstöðumaður Eyrasels og Arnheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs. Umsóknir sendist á arnheidur@vesturbyggd.is.