Starfsmaður - Tjarnarbrekka
Starfsmaður óskast á leikskólann Tjarnarbrekku, Bíldudal
Viltu vera hluti af metnaðarullum starfsmannahópi þar sem skapandi og fjölbreyttir kennsluhættir eru í fyrirrúmi? Bíldudalsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli með tvær starfsstöðvar á Bíldudal, Vesturbyggð; Bíldudalsskóla og leikskólann Tjarnarbrekku.
Einkunnarorð skólans eru: samskipti – samvinna – sköpun
Leikskólinn Tjarnarbrekka leitar að áhugasömum og fjölhæfum starfsmanni í 50 -60% starf frá og með 12. ágúst 2023, einnig kemur til greina afleysing eftir þörfum. Óskað er eftir starfsmanni sem hefur áhuga á að taka þátt í gróskumiklu leikskólastarfi þar sem faglegt lærdómssamfélag, einstaklingsmiðað nám, leiðsagnarnám og samþætting námsgreina og grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfinu.
Við lítum á leikinn sem náms- og þroskaleið barnsins svo við gefum honum góðan tíma og nægt rými til að þróast. Við nýtum okkur Lubba til að efla málþroskann og Vináttu/Blæ til að efla félagsþroskann og er þekking á þeim kostur í starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leik- og grunnskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leik- og grunnskóla og menntastefnu Vesturbyggðar
- Vinna að uppeldi og menntun barnanna
- Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra
- Taka þátt í dagskipulagi leikskólans sem felur í sér umsjón með matartíma, útiveru, ýmsa leiki og skapandi verkefni fyrir börnin undir stjórn deildarstjóra eða leikskólastjóra ásamt undirbúningi og frágangi er snýr að morgunmat, kaffitíma og matartíma
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af svipuðu starfi æskileg
- Jákvæðni og lipurð í samskiptum
- Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi
- Snyrtimennska og nákvæmni í vinnubrögðum ( ofnæmi barna)
- Er stundvís og þolinmóður
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Hreint sakavottorð
Hæfnikröfur
- Hefur reynslu og áhuga á að starfa með börnum á leik- og grunnskólastigi
- Er lipur í samskiptum, sýnir jákvæðni og sveigjanleika í starfi
- Hefur faglegan metnað
- Sýnir frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Býr yfir færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum
Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl 2023
Frekari upplýsingar um starfið gefur Elsa Ísfold Arnórsdóttir, skólastjóri/leikskólastjóri.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.