Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Starfs­mann­eskja í þjón­ustu við aldraða

Vest­ur­byggð leitar eftir starfs­mann­eskju í  þjón­ustu við aldraða

Um er að ræða starfs­mann í félags­legri heima­þjón­ustu  og   í virkni- vinnu í Eyra­seli á Patreks­firði.


Skrifað: 10. ágúst 2023

Starfsauglýsingar

Markmið með félgslegri heimaþjónustu er að aðstoða þá sem ekki geta hjálparlaust annast dagleg heimilisstörf. Þjónustan getur verið tímabundin eða til lengri tíma eftir aðstæðum.

Eyrasel er opið 4 daga í viku og er starfið sérstaklega aðlagað að  öldruðum tvo daga í viku, eftir hádegi. Þar er lagt upp úr ýmiskonar afþreyingu og  skemmtun. Í virkniherberginu er unnið í ýmiskonar handverki.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Aðstoð á heimilum hjá öldruðum og þeim sem eiga rétt á þjónustunni þ.m.t.þrif
  • Heimkeyrsla á mat til eldri borgara sem þess óska
  • Önnur þjónusta sem metið er að þjónustunotandi þurfi á að halda
  • Starfa með forstöðumanni Eyrasels í félagsstarfi

Hæfniskröfur

  • Hæfni í samskiptm
  • Þekking á heimilisverkum
  • Þekking á handavinnu/handverki kostur
  • Lipurð í samskiptum og þjónustulund
  • Samviskusemi
  • Stundvísi

Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst 2023

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Allir einstaklingar óháð kyni eru hvattir til að sækja um starfið . Umsókn fylgi ferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni í starfi.

Nánari upplýsingar gefur  Guðný Ólafsdóttir forstöðumaður Eyrasels og Arnheiður Jónsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs. Umsóknir sendist á eyrase@vesturbyggd.is og/eða arnheidur@vesturbyggd.is

Vesturbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.