Hoppa yfir valmynd

Stóra upplestr­ar­keppnin 2024

Stóra upplestr­ar­keppni grunn­skól­anna á sunn­an­verðum Vest­fjörðum verður haldin í Bíldu­dals­kirkju fimmtu­daginn 18. apríl kl. 17.


Skrifað: 16. apríl 2024

Markmiðið með keppninni er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Upplesararnir eru allir nemendur í 7. bekkjum Bíldudalsskóla, Patreksskóla og Tálknafjarðarskóla. Þátttakendur leggja sig alla fram við undirbúninginn svo upplesturinn verði sem bestur.

Höfundar ársins eru tveir og upplesararnir keppa í þremur umferðum. Í fyrstu umferð verður lesið upp úr skáldsögunni Hetja eftir Björk Jakobsdóttur og í annarri umferð verða lesin upp ljóð eftir Braga Valdimar Skúlason. Í þriðju og síðustu umferð lesa nemendur upp ljóð að eigin vali.

Tónlistarskólinn verður með atriði og mun Foreldrafélag Bíldudalsskóla bjóða upp á veitingar að keppni lokinni. Öll eru hjartanlega velkomin, þá sérstaklega aðstandendur upplesaranna.