Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Stóri plokkdagurinn 2023
Bæjarbúar og gestir á svæðinu eru hvattir til að reima á sig skóna og koma út að plokka á Stóra plokkdeginum sem verður haldinn sunnudaginn 30. apríl.
Á Bíldudal:
Ruslapoka og einnota hanska má sækja í Muggsstofu sunnudaginn 30. apríl kl. 10-11. Afrakstrinum skal skila í háan gám niðri á uppfyllingu á bak við gömlu beitingarskúrana.
Á Patreksfirði:
Ruslapoka og einnota hanska má sækja í Bröttuhlíð sunnudaginn 30. apríl kl. 10-15. Afrakstrinum skal skila í gám við áhaldahúsið.
Hvers vegna að plokka?
- Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa.
- Einstaklingsmiðað.
- Hver ræður sínum hraða og tíma.
- Frábært fyrir umhverfið.
- Fegrar nærsamfélagið.
Til að hafa í huga:
- Sækja ruslapoka og hanska í Bröttuhlíð eða Muggsstofu.
- Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
- Klæða sig eftir aðstæðum.
- Koma afrakstrinum á viðeigandi stað.
- Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera en tilkynna til forráðamanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.
- Ekki er verra að hlaða niður góðri hljóðbók, hlaðvarpi eða lagalista og kippa heyrnartólunum með.
Við hvetjum plokkara til að vera duglegir að taka myndir og merkja Vesturbyggð á samfélagsmiðlum. Öll út að plokka!