Stóri plokkdagurinn 2025
Stóri plokkdagurinn verður haldinn með pompi og prakt um allt land sunnudaginn 27. apríl næstkomandi. Íbúar Vesturbyggðar eru eindregið hvattir til að taka þátt.
Þetta er árlegur viðburður þar sem einstaklingar, hópar, félagasamtök og sveitarfélög taka höndum saman í þágu umhverfisins með því að plokka rusl í sínu nærumhverfi.
Hvers vegna að plokka?
- Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa.
- Einstaklingsmiðað.
- Hver ræður sínum hraða og tíma.
- Frábært fyrir umhverfið.
- Fegrar nærsamfélagið.
Til að hafa í huga
- Klæða sig eftir aðstæðum.
- Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera en tilkynna til forráðamanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.
- Ekki er verra að hlaða niður góðri hljóðbók, hlaðvarpi eða lagalista og kippa heyrnartólunum með.
Bíldudalur
Sækja má poka og hanska á Vegamót, Tjarnarbraut 2, á milli kl. 12:00 og 19:00.
Sorpinu verður safnað í sex kör sem dreift verður víðsvegar um bæinn. Körin verða staðsett sem hér segir og sjá má á yfirlitskorti hér að neðan:
- Við karabarinn, Tjarnarbraut 13
- Neðst í Tungunni
- Við íþróttamiðstöðina Byltu
- Á Dalbraut gagnstætt nr. 35
- Á Dalbraut við veg upp að vatnshúsi, við nr. 58a
- Við gatnamótin við Litlu-Eyri

Patreksfjörður
Sækja má poka og hanska í íþróttamiðstöðina Bröttuhlíð, Aðalstræti 55, á milli kl. 10:00 og 15:00.
Sorpinu verður safnað í sjö kör sem dreift verður víðsvegar um bæinn. Körin verða staðsett sem hér segir og sjá má á yfirlitskorti hér að neðan:
- Við áhaldahúsið, Þórsgötu 7
- Á Friðþjófstorgi
- Við gatnamót Mýra og Hóla
- Við íþróttamiðstöðina Bröttuhlíð, Aðalstræti 55
- Við gömlu Albínu
- Við hólagarðinn
- Milli nr. 15 og 19 á Brunnunum

Tálknafjörður
Grænfánanefnd Tálknafjarðarskóla og Vesturbyggð standa að plokkdeginum í Tálknafirði í sameiningu. Tálknfirðingar munu hittast á Lækjartorgi við hliðina á búðinni kl. 13:00 og skipta sér niður á svæði til að plokka. Gert er ráð fyrir að plokkinu verði lokið rétt fyrir kl. 14:00 og verður endað með því að bjóða upp á köku og drykki.
