Hoppa yfir valmynd

Stóri plokk­dag­urinn 2025

Stóri plokk­dag­urinn verður haldinn með pompi og prakt um allt land sunnu­daginn 27. apríl næst­kom­andi. Íbúar Vest­ur­byggðar eru eindregið hvattir til að taka þátt.


Skrifað: 28. mars 2025

Þetta er árlegur viðburður þar sem einstaklingar, hópar, félagasamtök og sveitarfélög taka höndum saman í þágu umhverfisins með því að plokka rusl í sínu nærumhverfi.

Hvers vegna að plokka?

  • Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa.
  • Einstaklingsmiðað.
  • Hver ræður sínum hraða og tíma.
  • Frábært fyrir umhverfið.
  • Fegrar nærsamfélagið.

Til að hafa í huga

  • Klæða sig eftir aðstæðum.
  • Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera en tilkynna til forráðamanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.
  • Ekki er verra að hlaða niður góðri hljóðbók, hlaðvarpi eða lagalista og kippa heyrnartólunum með.

Bíldudalur

Sækja má poka og hanska á Vegamót, Tjarnarbraut 2, á milli kl. 12:00 og 19:00.

Sorpinu verður safnað í sex kör sem dreift verður víðsvegar um bæinn. Körin verða staðsett sem hér segir og sjá má á yfirlitskorti hér að neðan:

  • Við karabarinn, Tjarnarbraut 13
  • Neðst í Tungunni
  • Við íþróttamiðstöðina Byltu
  • Á Dalbraut gagnstætt nr. 35
  • Á Dalbraut við veg upp að vatnshúsi, við nr. 58a
  • Við gatnamótin við Litlu-Eyri
Plokk Bíldudalur

Patreksfjörður

Sækja má poka og hanska í íþróttamiðstöðina Bröttuhlíð, Aðalstræti 55, á milli kl. 10:00 og 15:00.

Sorpinu verður safnað í sjö kör sem dreift verður víðsvegar um bæinn. Körin verða staðsett sem hér segir og sjá má á yfirlitskorti hér að neðan:

  • Við áhaldahúsið, Þórsgötu 7
  • Á Friðþjófstorgi
  • Við gatnamót Mýra og Hóla
  • Við íþróttamiðstöðina Bröttuhlíð, Aðalstræti 55
  • Við gömlu Albínu
  • Við hólagarðinn
  • Milli nr. 15 og 19 á Brunnunum

Tálknafjörður

Grænfánanefnd Tálknafjarðarskóla og Vesturbyggð standa að plokkdeginum í Tálknafirði í sameiningu. Tálknfirðingar munu hittast á Lækjartorgi við hliðina á búðinni kl. 13:00 og skipta sér niður á svæði til að plokka. Gert er ráð fyrir að plokkinu verði lokið rétt fyrir kl. 14:00 og verður endað með því að bjóða upp á köku og drykki.


Menningar- og ferðamálafulltrúi

VMÞ

muggsstofa@vesturbyggd.is/+354 450 2335

Verkefnastjóri á umhverfis- og framkvæmdasviði

magnusar@vesturbyggd.is/+354 842 5335