Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Straummælingar við innanverða Vatneyri
Akvaplan Niva mun í dag setja út straummæli við innanverða Vatneyri á Patreksfirði.
Mælinum er ætlað að mæla hafstrauma á svæðinu vegna fyrirhugaðra áforma Arnarlax um sláturhús á Patreksfirði, en mikilvægur liður í áformunum eru svokallaðar biðkvíar sem fyrirhugað er að staðsetja á svæðinu. Með biðkvíum er betur hægt að stjórna framleiðslu í laxeldinu og er slátrun eldisfisks því síður háð utanaðkomandi áhrifum.
Mælirinn mun hanga í A4 belg og er áformað að mælingar standi yfir í 3 mánuði, staðsetningin sést á meðfylgjandi mynd.