Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Stuðn­inga­full­trúi í Patreks­skóla

Patreks­skóli auglýsir eftir stuðn­ings­full­trúa í 70% starf. Æski­legt er að viðkom­andi geti hafið störf sem fyrst.


Skrifað: 6. apríl 2020

Starfsauglýsingar

Helstu störf stuðningsfulltrúa

Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda, námslega og í daglegum athöfnum. Starfið tekur mið af þar til gerðri áætlun sem hefur það að markmiði að draga smám saman úr þörf nemenda á stuðningi í þeim tilfellum sem það er hægt. Stuðningsfulltrúi starfar innan almennra bekkja, sérdeilda eða sérskóla. Yfirmaður stuðningsfulltrúa er skólastjóri en dagleg verkstjórn er í höndum fagstjóra í sérkennslu og kennara.

  • Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi
  • Vinnur eftir áætlun sem bekkjarkennari hefur útbúið í samráði við sérfræðing, fagstjóra í sérkennslu eða annan ráðgjafa
  • Aðstoðar nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt aðalnámskrá/einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara
  • Aðlagar verkefni að getu nemandans samkvæmt leiðbeiningum kennara
  • Ýtir undir færni og sjálfstæði nemenda í námi og daglegum athöfnum t.d. með því að hvetja þá til að gera sem mest sjálfa og hrósa þeim fyrir viðleitni í þá átt
  • Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð
  • Styrkir jákvæða hegðun nemenda og vinnur gegn neikvæðri hegðun t.d. með áminningum og með því að fylgja nemendum tímabundið afsíðis
  • Fylgist með og leiðbeinir nemendum um rétta líkamsbeitingu, notkun skriffæra o.fl
  • Aðstoðar nemendur við að klæðast, matast og aðrar athafnir daglegs lífs ef þeir eru ófærir um það sjálfir
  • Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu
  • Veitir nemendum félagslegan stuðning með því að hlusta á frásagnir og reynslu þeirra og spjalla við þá þegar aðstæður leyfa
  • Fylgir nemendum í ferðum þeirra um skólann eða í bekknum m.a. til að kennari geti sinnt nemanda með séraðstoð og til að draga úr sérstöðu nemenda með sérþarfir
  • Sinnir frímínútnagæslu
  • Annast önnur þau störf sem honum kunna að vera falin af yfirmanni og falla undir eðlilegt starfssvið hans

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2020

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttafélag.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gústaf Gústafsson skólastjóri Patreksskóla.