Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Stuðn­ings­aðili í sumarstarf

Félags­þjón­usta Vestur-Barða­strand­ar­sýslu auglýsir eftir stuðn­ings­aðila í sumarstarf með mögu­leika á áfram­hald­andi starfi í vetur.


Skrifað: 5. júní 2022

Starfsauglýsingar

Félagsþjónusta Vestur- Barðastrandarsýslu leitast eftir því að ráða stuðningsaðila fyrir ungan dreng á Patreksfirði. Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.

Starfið felur í sér félagslegan stuðning sem er aðlagaður að þörfum og áhugasviði barnsins. Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum, metnaði, hugmyndaauðgi og þolinmæði. Um er að ræða fullt starf frá 8-16 á tímabilinu 17. júlí til 22. ágúst 2022. Möguleiki er á áframhaldandi starfi í vetur í 2-3 klst á dag og er því tilvalið sem starf með námi eða aukavinna. Umsóknir sendist á Guðmundu Sigurðardóttir ráðgjafa hjá félagsþjónustunni á radgjafi@vesturbyggd.is.

Starfið er bæði gefandi og skemmtilegt!

 

Umsóknarfrestur er til og með 16. júní 2022

Nánari upplýsingar veitir Guðmunda Sigurðardóttir, ráðgjafi félagsþjónustunnar í síma 450 2300 eða á radgjafi@vesturbyggd.is.