Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.
Stuðningsaðili fyrir ungmenni á Patreksfirði
Félagsþjónusta Vestur- Barðastrandarsýslu leitast eftir því að ráða stuðningsaðila fyrir ungmenni á Patreksfirði. Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.
Starfið felur í sér félagslegan stuðning sem er aðlagaður að þörfum og áhugasviði barnsins. Um er að ræða hlutastarf, 2-3 klst. í viku og er því tilvalið sem starf með námi eða aukavinna.
Starfið er gefandi og skemmtilegt!
Menntunar-og hæfniskröfur
- Menntun eða reynsla af starfi með fötluðum börnum kostur
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði í starfi og sjálfstæð vinnubrögð
- Stundvísi, snyrtimennska og reglusemi
Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2023
Laun eru skv. samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum fólk af öllum kynjum að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Theodóra Jóhannsdóttir, félagsráðgjafi félagsþjónustunnar í síma 450 2300 eða á radgjafi@vesturbyggd.is.