Stuðningsfulltrúi - Bíldudalsskóli
Viltu slást í hóp starfsmanna sem hafa starfsgleði, faglegan metnað og umhyggju fyrir velferð nemenda að leiðarljósi? Meðal áherslna Bíldudalsskóla er faglegt lærdómssamfélag, einstaklingsmiðað nám, leiðsagnarnám og samþætting námsgreina þar sem grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfinu.
Bíldudalsskóli vinnur með Uppbyggingarstefnuna að leiðarljósi. Einkunnarorð skólans eru: Samskipti – Samvinna – Sköpun
Bíldudalsskóli leitar að að stuðningfulltrúa til þess að slást í hópinn. Um er að ræða 100% starf frá 15. ágúst 2023.
Stuðningsfulltrúi aðstoðar nemendur – náms og félagslega með það að markmiði að auka færni þeirra og sjálfstæði. Stuðningsfulltrúi vinnur í nánu samstarfi við kennara eða sérkennara, eftir áætlun og leiðsögn þeirra. Fylgir einum eða fleiri nemendum í frímínútum og vettvangsferðum og aðstoðar þá eftir þörfum. Situr fundi með umsjónarkenna.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Nám stuðningsfulltrúa eða sambærilegt nám æskilegt
- Reynsla af uppeldi og kennslustörfum í grunnskóla æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði í störfum og faglegur metnaður
- Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslensku og tölvukunnátta
- Vilji til að bæta við þekkingu sína
- Stundvísi
Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst 2023
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Lilja Rut Rúnarsdóttir, staðgengill skólastjóri Bíldudalsskóla í síma 450 2333/ 866 2245. Umsóknir sendist á netfangið liljarut@vesturbyggd.is