Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Stjórnsýsla
  2. Útgáfa & auglýsingar
  3. Fréttir og tilkynningar

Stuðn­ings­full­trúi unglinga­stigs Patreks­skóla

Viltu vera hluti af lifandi, faglegu og skemmti­legu samfé­lagi? Stuðn­ings­full­trúi í skóla óskast til starfa í Patreks­skóla í 70% stöðu. Patreks­skóli leitar að metn­að­ar­fullum, sjálf­stæðum og dríf­andi starfa­manni með þekk­ingu og áhuga á skóla­starfi. Patreks­skóli vinnur með Uppbygg­ing­ar­stefnuna að leið­ar­ljósi og einkunn­arorð skólans eru jákvæðni, virðing og samvinna.


Skrifað: 17. desember 2020

Starfsauglýsingar

Starfssvið

Gerð er krafa um sérstakt nám fyrir stuðningsfulltrúa eða sambærilegt nám og talsverða reynslu í starfi.  Starfsmaður starfar með nemendum með einhvers konar fötlun, röskun og/eða sérþarfir samkvæmt skilgreiningu sérfræðings. Sérþarfir nemendanna eru þess eðlis að þeir þurfa sérstakan starfsmann með sér í öllu skólastarfi. Meðal verkefna eru félagslegur stuðningur og þjálfun.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Nám stuðningsfulltrúa eða sambærilegt nám æskilegt
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með unglingum æskileg
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslensku og tölvukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2021

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um.

Frekari upplýsingar um störfin gefur Ásdís Snót Guðmundsdóttir. Umsóknir skulu berast á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is

Patreksskóli skólastjóri

Ásdís Snót Guðmundssdóttir asdissnot@vesturbyggd.is / 863 0465


Vesturbyggð

Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

+354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

2018 Vefur ársins

2020 Jafnlaunavottun