Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Styrkir menningar- og ferðamálaráðs
Ráðið afgreiðir styrki fjórum sinnum á ári fyrir verkefni og viðburði á yfirstandandi almanaksári. Athygli er vakin á því að endurskoðaðar úthlutunarreglur voru samþykktar á síðasta fundi ráðsins. Umsóknarfrestur er:
- 1. febrúar
- 1. maí
- 1. september
- 1. desember
Menningar- og ferðamálafulltrúi starfar með menningar- og ferðamálaráði og veitir ráðgjöf og upplýsingar varðandi ferða- og menningarmál í Vesturbyggð. Markmiðið er að stuðla að öflugu menningarlífi og ferðaþjónustu í samvinnu við einkaaðila, félagasamtök og opinberar stofnanir.