Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Styrkir til greiðslu fast­eigna­skatts

Heimilt er að veita styrki til greiðslu fast­eigna­skatts af fast­eignum þar sem fram fer starf­semi æsku­lýðs-, menn­ingar-, björg­unar- eða íþrótt­a­starf­semi sem ekki er rekin í ágóða­skyni.


Skrifað: 9. mars 2023

Rétt til styrks eiga félög, félagasamtök og áhugamannafélög sem ekki eru í atvinnustarfsemi og uppfylla eftirtalin skilyrði:

a) eru fasteignaeigendur i Vesturbyggð
b) reka starfsemi sína í húsnæðinu með lögheimili í Vesturbyggð
c) starfsemin skal vera æskulýðs-, menningar-, björgunar- og iþróttastarfsemi sem rekin er i almannaþágu
d) starfsemin sé ekki rekin í ágóðaskyni

Ekki er veittur styrkur til greiðslu þjónustugjalda eins og lóðaleigu, vatnsgjald og sorphirðu.

Ef hluti húsnæðis er leigt út eða notað til að afla tekna skal greiða fasteignagjöld af þeim hluta.

Styrkur er að hámarki 124.120 krónur á árinu 2023.

Styrkveitingin er háð því að félög, félagasamtök og áhugamannafélög skili ársreikningi vegna ársins 2022, upplýsingum um notkun og tekjur vegna leigu viðkomandi fasteignar. Umsókn skal skila til Vesturbyggðar fyrir 1. júní 2023.