Hoppa yfir valmynd

Styrk­veit­ingar Uppbygg­ing­ar­sjóðs Vest­fjarða 2025

Síðast­liðinn föstudag fór fram úthlut­un­arhóf á Ísafirði vegna úthlutuna úr Uppbygg­ing­ar­sjóði Vest­fjarða vegna verk­efna sem koma eiga til fram­kvæmda á næsta ári.


Skrifað: 9. desember 2024

Á heimasíðu Vestfjarðastofu má sjá lista yfir þau 60 verkefni sem fengu styrkveitingu.

Listasafn Samúels, Safn Gísla á Uppsölum og Skrímslasetrið á Bíldudal hlutu rekstrarstyrki. Af styrkjum fyrir menningarverkefni hlutu til dæmis Minjasafn Egils Ólafssonar fyrir verkefnið Eldblóm á Hnjóti, það er viðburðardagskrá sem tengist sumarsýningu safnsins árið 2025; Blús milli fjalls og fjöru fyrir tveggja daga tónlistarhátíð; Andrew Junglin Yang fyrir Alþjóðlegu píanóhátíð Vestfjarða og svo Skjaldborgarhátíð fyrir heimildarmyndahátíðina sem verður haldin í átjánda sinn á næsta ári.

Af atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefnum sem fengu styrk má nefna Brendan Michel Kirby fyrir upplýsingahandbók með öllum þekktum klifurstaðsetningunum á Vestfjörðum og Fantastic Fjords ehf. fyrir verkefnið Vestfjarðaréttir, það er borðspil um Vestfjarðaleiðina.

 

 

Menningar- og ferðamálafulltrúi

VMÞ

muggsstofa@vesturbyggd.is/+354 450 2335