Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Sumaraf­leysing við Hafnir Vest­ur­byggðar

Hafna­sjóður Vest­ur­byggðar auglýsir eftir starfs­manni í afleys­ingar fyrir hafn­ar­verði við Hafnir Vestu­byggðar sumarið 2022. Um er að ræða afleys­ingar við hafnir í sveit­ar­fé­laginu á tíma­bilinu frá maí til loka ágúst 2022.


Skrifað: 12. apríl 2022

Starfsauglýsingar

Starfsmaðurinn starfar við leiðsögn og öryggiseftirlit við höfn og sinnir verkefnum hafnarvarða, s.s. vigtun afla, samskipti við opinberar stofnanir, móttaka og röðun skipa í höfn, afgreiðsla vatns og rafmagns til skipa og almennum störfum. Starfsstöðin er á Patrekshöfn, en mögulegt er að sinna þurfi löndunum á Bíldudals- og Brjánslækjarhöfn. Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Hæfniskröfur

  • Réttindi sem löggiltur vigtarmaður eða að vera tilbúinn til að sækja námskeið til öflunnar slíkra réttinda.
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Skipulögð vinnubrögð.
  • Sjálfstæði og frumkvæðni.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund.
  • Umsækjandi þarf að vera 20 ára eða eldri.

Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl 2022

Umsóknir skulu vera skriflegar og skulu þær berast til Vesturbyggðar á netfangið elfar@vesturbyggd.is merkt: Umsókn – afleysing hafnarvörður.