Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Sumarstörf fyrir náms­menn

Vest­ur­byggð auglýsir laus til umsóknar fjögur sumarstörf. Störfin eru hluti af atvinnu­átaki Vest­ur­byggðar í samvinnu við Vinnu­mála­stofnun. Störfin eru aðeins ætluð náms­mönnum búsettum í sveit­ar­fé­laginu, 18 ára og eldri sem eru á milli anna í námi. Ráðn­ing­ar­tími er að hámarki tveir mánuðir og fellur innan tíma­bilsins frá og með 1. júní 2020 til 31. ágúst 2020. Um er að ræða 100% störf.


Skrifað: 22. maí 2020

Fréttir, Starfsauglýsingar

Umhverfis- og framkvæmdasvið

Starfsmaður við þjónustumiðstöð Vesturbyggðar á Bíldudal. Starfsmaður mun sinna fjölbreyttum verkefnum á vegum þjónustumiðstöðvarinnar. Vinnuvélaréttindi/ökuréttindi er kostur.

Starfsmaður við þjónustumiðstöð Vesturbyggðar á Patreksfirði. Starfsmaður mun sinna fjölbreyttum verkefnum á vegum þjónustumiðstöðvarinnar. Vinnuvélaréttindi/ökuréttindi er kostur.

Nánari upplýsingar veitir Geir Gestsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, geir@vesturbyggd.is

Fjármála- og stjórnsýslusvið

Starfsmaður mun flokka og skrá muni úr Vatneyrabúð, vinna tillögu að uppsetningu þeirra og tillögu að samspili sýningarinnar við hlutverk og starfsemi hússins sem fyrirhuguð er. Gerð er krafa um að viðkomandi starfsmaður sé í safnafræði, hagnýttri menningarmiðlun, sagnfræði, sýningahönnun, fornleifafræði eða tengdum greinum.

Nánari upplýsingar veitir Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri, baejarstjori@vesturbyggd.is

Skipulags- og byggingamál

Starfsmaður mun sinna undirbúningi við uppsetningu á landsupplýsingakerfi fyrir Vesturbyggð sem er hluti af vinnu við aðalskipulag Vesturbyggðar. Gerð er krafa um að viðkomandi starfsmaður sé í verkfræði, skipulagsfræði, tæknifræði eða tengdum greinum.

Nánari upplýsingar veitir Elfar Steinn Karlsson, byggingafulltrúi, elfar@vesturbyggd.is

Fyrir ofangreind störf eru gerðar eftirfarandi menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi eða gerð er krafa um skv. lýsingu
  • Hæfni og lipurð í samskiptum og samvinnu
  • Frumkvæði og sjáfstæði í starfi
  • Námsmaður hafi stundað nám á vorönn 2020 og er skráður í nám á haustönn 2020
  • Verði 18 ára á árinu

Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2020

Laun fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Með umsókn skal fylgja staðfesting á námi á milli anna og starfsferilsskrá.

Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila í Ráðhús Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði eða í tölvupósti á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is

Áhugasamir einstaklingar óháð kyni eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.