Sumarstörf fyrir námsmenn
Vestfjarðastofa auglýsir tvö til þrjú sumarstörf handa námsmönnum sem hluta af átaksverkefni ríkisstjórnarinnar til fjölgunar sumarstarfa.
Störfin sem auglýst eru snúa annars vegar að kortlagningu og skrásetningu áningarstaða á nýrri ferðamannaleið, Vestfjarðaleiðinni. Jafnframt myndi starfsmaðurinn vinna að undirbúningi umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í samstarfi við sveitarfélög á svæðinu. Hins vegar er auglýst eftir sumarstarfsmanni sem myndi kortleggja göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir í tengslum við Vestfjarðaleiðina. Í því starfi felst að safna GPS upplýsingum, skrifa leiðarlýsingar og skrá grunnupplýsingar. Jafnframt myndi starfsmaðurinn vinna að undirbúningi umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Viðkomandi getur unnið á eða í tengslum við einhverja af fjórum starfsstöðvum Vestfjarðastofu; Ísafirði, Patreksfirði, Hólmavík eða Þingeyri.
Skilyrði og forsendur:
- Sumarstörf eru fyrir námsmenn milli anna (þ.e. séu að koma úr námi og séu skráðir í nám að hausti)
- Námsmenn þurfa að vera að lágmarki 20 ára á árinu
- Ráðningartími er tveir mánuðir á tímabilinu 1. júní – 31. ágúst
Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2020
Nánari upplýsingar veitir: Sigríður Ó. Kristjánsdóttir (sirry@vestfirdir.is)
Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið sirry@vestfirdir.is merkt: Sumarstarf