Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Svæðis­tón­leikar Nótunnar 2022

Á laug­ar­daginn kemur þann 19. mars kl. 14 koma tveir nemendur, Sólrún Elsa Stein­ars­dóttir og Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, fram fyrir hönd Tónlist­ar­skóla Vest­ur­byggðar á svæðis­tón­leikum Nótunnar í Stykk­is­hólms­kirkju.


Skrifað: 18. mars 2022

Fréttir

Þar mun Sólrún Elsa mun leika Gymnopediu nr. 1 eftir Erik Satie á píanó og saman leika þau Tryggvi á klarinett og Sólrún á píanó lagið um Bleika pardusinn eftir Henry Mancini.  Aðeins einu sinni áður hafa nemendur frá skólanum komið fram á Nótunni, uppskeruhátið tónlistarskóla, en það var árið 2019.

Streymt verður frá tónleikunum á youtube-síðu Stykkishólmskirkju https://www.youtube.com/channel/UCD0vz8CkuWa6M9ViJko_CAA

Uppskeruhátíð tónlistarskóla um land allt næstu helgi

NÓTAN – uppskeruhátíð tónlistarskóla fer fram næstu helgi á fimm svæðistónleikum um landið. Tilgangur uppskeruhátíðarinnar er að beina kastljósinu að samfélagi tónlistarskóla og tónlistarnemenda.

NÓTAN – uppskeruhátíð tónlistarskóla var fyrst haldin skólaárið 2009-2010 og er árlegur viðburður í kerfi tónlistarskóla á Íslandi. Hátíðin er í senn faglega hvetjandi og skemmtilegt innlegg í skólastarfið fyrir alla aðstandendur skólanna jafnt innan veggja þeirra sem utan. Síðustu tvö ár hefur ekki verið unnt að halda uppskeruhátíðina með hefðbundnu sniði og er afar ánægjulegt að geta komið saman á ný og notið afraksturs skólastarfsins, á sama tíma og við vonandi kveðjum Covid-19 fyrir fullt og allt.