Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Vesturbyggð leitar að drífandi einstaklingi með mikinn áhuga og reynslu af stjórnun og teymisstarfi ásamt þekkingu í að minnsta kosti einum af málaflokkum sviðsins. Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni til að skipuleggja og virkja samstarfsmenn til samráðs og samvinnu.
Sviðsstjóri er yfirmaður fjölskyldusviðs og ber stjórnunarlega ábyrgð á málaflokkum sviðsins, þ.e. félagsþjónustu, fræðslumálum ásamt íþrótta- og tómstundamálum. Um er að ræða 100% starf í stjórnsýslu sveitarfélagsins sem heyrir undir bæjarstjóra. Sviðsstjóri ber ábyrgð gagnvart bæjarstjóra og bæjarstjórn í öllum störfum sínum og ákvörðunum.
Helstu verkefni
- Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri og mannauðsmálum sviðsins.
- Yfirstjórn þeirra málaflokka sem falla undir sviðið.
- Ábyrgð á rekstri stofnana sem heyra undir sviðið.
- Gerð fjárhagsáætlana og eftirlit með fjárreiðum sviðsins ásamt ráðgjöf í starfsmannamálum.
- Starfsmaður fjölskylduráðs.
- Starfsmaður öldungaráðs.
- Ábyrgð á samræmingu og samhæfingu félagsþjónustu, skóla- og íþróttastarfs.
- Sviðsstjóri ber ábyrgð á hlut Vesturbyggðar í samstarfi innan Vestfjarða er varðar barnavernd og málefni fatlaðs fólks.
- Ábyrgð á stefnumörkun í málaflokkum sem falla undir sviðið.
- Tryggir heildstæða samhæfða þjónustu við fjölskyldur.
- Leiðir ytra og innra samstarf og samþættingu starfsemi sviðsins þvert á málaflokka.
- Ábyrgð á veitingu sérfræðiþjónustu innan sviðsins og tryggja tengingu hennar þvert á málaflokka.
- Frumkvæði að samskiptum og aðgerðum til að styrkja samfélagið.
Menntunar- og hæfinskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun kostur.
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu.
- Þekking og reynsla af fræðslu- og/eða félagsþjónustu sveitarfélaga.
- Haldgóð þekking og reynsla af rekstri, teymisvinnu, stjórnun og stefnumótun.
- Leiðtogahæfni, jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni.
- Þekking á stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana.
- Þekking á undirbúningi og stjórnun funda.
- Góð íslenskukunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með 13. september 2024
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Launakjör taka mið af kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Samkvæmt jafnréttisstefnu Vesturbyggðar eru öll kyn hvött til að sækja um starfið. Vesturbyggð áskilur sér rétt til þess að hafna öllum umsóknum.
Umsókn ásamt fylgigögnum skal senda á vesturbyggd@vesturbyggd.is merkt „Umsókn – Sviðsstjóri fjölskyldusviðs“.
Nánari upplýsingar veitir Gerður Björk Sveinsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar.