Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Sviðs­stjóri umhverfis- og fram­kvæmda­sviðs

Megin­verk­efni sviðsins eru nýfram­kvæmdir og viðhalds­verk­efni á vegum sveit­ar­fé­lagsins, rekstur og viðhald veitu­kerfa, umhverfis- og hrein­læt­ismál og umsjón með fast­eignum í eigu sveit­ar­fé­lagsins. Einnig heyrir undir sviðið umsjón vegna dýra­halds innan sveit­ar­fé­lagsins sem og mein­dýra­varnir. Vest­ur­byggð leitar að öflugum og metn­að­ar­fullum einstak­lingi og hvetur jafnt karla sem konur að sækja um starfið.


Skrifað: 6. mars 2019

Meginverkefni

  • Ber ábyrgð á nýbyggingarverkefnum, hönnunar- og byggingarstjórn og vinnur að forgangsröðun nýframkvæmda og viðhaldsáætlanir fyrir fasteignir í eigu Vesturbyggðar. Sviðsstjóri leiðir vinnu við undirbúning útboða á sviði verklegra framkvæmda á vegum Vesturbyggðar.
  • Gerð leigusamninga og sinnir samskiptum við leigutaka.
  • Umsjón vegna dýrahalds og meindýravarna.
  • Umsjón með félagsheimilum í Vesturbyggð.
  • Ábyrgð á stjórnsýslulegri úrvinnslu og gagnaskilum innan verksviðs umhverfis- og framkvæmdasviðs skv. samþykktum, reglugerðum og lögum.
  • Dagleg samskipti við starfsmenn og viðskiptavini Vesturbyggðar.
  • Starfsmannahald.
  • Gerð fjárhagsáætlana fyrir umhverfis- og framkvæmdasvið í samstarfi við sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Vesturbyggðar og bæjarstjóra.

Hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi, háskólamenntun, iðnmenntun og/eða tæknimenntun
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Sjálfstæði, skipulagshæfileikar og nákvæmni í störfum
  • Hæfni og lipurð í samskiptum og samvinnu
  • Góð tölvukunnátta og reynsla við vinnslu bókhalds og reikningskerfa er æskileg
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
  • Reynsla í stjórnun og mannaforráðum er kostur
  • Reynsla og þekking á stjórnsýslu sveitarfélaga er æskileg

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Næsti yfirmaður sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs er bæjarstjóri.

Laun eru samkvæmt samningi Vesturbyggðar og viðkomandi stéttarfelags.

Umsóknarfrestur er til og með 8. mars 2019

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil og fleira skal senda netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is merkt: Umsókn – sviðsstjóri.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu í starfið.