Þetta reddast á bókasafninu á Patreksfirði
Fimmtudaginn 31. október kl. 20:00-21:30 verður Þetta reddast kvöld á bókasafninu á Patreksfirði.
Kvöldin verða haldin mánaðarlega í vetur og er ætlað að vera vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að koma saman. Þar verður hægt að leita upplýsinga, æfa sig í íslensku, spjalla við annað fólk sem hefur búið lengur á svæðinu, spila eða hvaðeina sem þátttakendum dettur í hug. Kvöldin eru auglýst í helstu stofnunum og fyrirtækjum á svæðinu á ensku og pólsku og íbúar eru einnig hvattir til að segja vinnufélögum og vinum af erlendum uppruna frá þessum viðburði.