Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Þjóð­garður á Vest­fjörðum

Umhverf­is­stofnun, ásamt samstarfs­hópi sem vinnur að undir­bún­ingi frið­lýs­ingar, kynnir hér með áform um stofnun þjóð­garðs á sunn­an­verðum Vest­fjörðum. Svæðið nær m.a. til Dynj­anda, Geir­þjófs­fjarðar, Vatns­fjarðar, Surt­ar­brands­gils og Hrafns­eyrar.


Skrifað: 3. nóvember 2020

Fréttir

Í september 2019 færði RARIK íslenska ríkinu jörðina Dynjanda að gjöf. Við undirritun samkomulags vegna gjafarinnar staðfestu stjórnvöld að stefnt væri að frekari friðlýsingu jarðarinnar og vatnasviðs fossins á Dynjandisheiði.

Í byrjun ársins 2020 hófst vinna með Vesturbyggð, Ísafjarðarbæ og Umhverfisstofnun þar sem fyrirhugað var að vinna að mögulegri stækkun á náttúruvættinu Dynjanda og friðlandinu í Vatnsfirði, sem er í landi Brjánslækjar. Fljótlega komu fram hugmyndir um að tengja verndarsvæðin saman í eitt stærra friðlýst svæði vegna náttúru- sögu og menningarverðmæta, sem eru alltumlykjandi á þessu svæði. Í kjölfarið var ákveðið að stofna stærri samstarfshóp og bættust fulltrúar forsætisráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Landgræðslusjóðs í hópinn.

Áform um stofnun þjóðgarðs eru hér með kynnt og allar helstu upplýsingar má finna á síðu Umhverfisstofnunar.