Þjóðsöguhellir á bókasafni Patreksfjarðar
Þjóðsöguhellir bókasafnins á Patreksfirði er hluti af barnamenningarhátíðinni Púkanum og verður opinn fimmtudaginn 10. apríl og föstudaginn 11. apríl klukkan 14-18.
Hellirinn er staðsettur í framtíðarrými bókasafnsins þar sem Skor var áður til húsa (gengið er inn um núverandi inngang bókasafnsins) og verður hluti af hinu nýja bókasafni. Verkefnið er styrkt af Vestfjarðastofu.