Hoppa yfir valmynd

Könnun á þróun byggðar og lífs­gæða á Vest­fjörðum

Könn­unin er hluti alþjóð­legs verk­efnis sem nefnist Arctic Hubs og beinir sjónum að eflingu sjálf­bærni og seiglu samfé­laga á Norð­usr­lóðum.


Skrifað: 24. nóvember 2023

Fréttir

Tengil inná könnunina má finna hér.

Þessi könnun beinir sjónum að viðhorfum íbúa á sunn­an­verðum Vest­fjörðum til þróunar byggðar og lífs­gæða á svæðinu í nánustu framtíð. Íslenskir þátt­tak­endur í verk­efninu eru Háskóli Íslands og Háskólinn á Hólum.

Könnunin er nafnlaus og ekki verður unnt að rekja einstaka svör til svarenda. Úrvinnsla könnunarinnar er gerð í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuuplýsinga (lög nr. 90/2018).

Könnunin samanstendur af 3 spurningum, sem skiptast í nokkra liði. Í fyrstu tveimur ertu beðin/n, ef unnt er, að merkja ákveðna staði eða svæði á kort. Það tekur að jafnaði um 10-15 mínútur að svara könnuninni.