Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Þróun­ar­þorpið við Vatneyri

Vest­ur­byggð óskar eftir hugmyndum varð­andi Þróun­ar­þorpið á Vatneyri. Um er að ræða svæðið frá og með Skjald­borg niður að gömlu smiðj­unni og þaðan að verbúð­inni.


Skrifað: 30. ágúst 2021

Auglýsingar

Tilgangur verkefnisins er að efla og glæða Vatneyrina á Patreksfirði lífi þar sem fléttast saman menning, útivist, nýsköpun og önnur starfsemi.

Hér má finna hlekkur inná hugmyndasíðuna Betra Ísland en þar undir eru fimm hópar; umhverfi og svæði til útivistar, göngu- og hjólaleiðir, þjónusta og ferðaþjónusta, menntun, nýsköpun og atvinnutækifæri og menningarminjar. Þegar smellt er á flokk má síðan koma hugmyndum á framfæri sem má nýta til að byggja upp svæðið og ímyndina.

Allar frekari upplýsingar má nálgast í gegnum gauja@vesturbyggd.is