Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Til hamingju með daginn kvenfélagskonur
Á morgun, 1. febrúar 2020 eru 90 ár liðin frá stofnun Kvenfélagssambands Íslands.
Dagur kvenfélagskonunnar var stofnaður til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna. Dagsins er minnst um allt land í dag af kvenfélögum og kvenfélagskonum.
Vesturbyggð sendir öllum öflugum konum í Kvenfélaginu Neista á Barðaströnd, Kvenfélaginu Framsókn á Bíldudal og Kvenfélaginu Sif á Patreksfirði hlýjar kveðjur í tilefni dagsins með þakkir fyrir þeirra mikilvæga starf í samfélaginu.