Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Tilkynning um færanlegan kjörstað
Sameiginleg kjörstjórn um kosningar um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur tekið ákvörðun um að stað og stund færanlegs kjörstaðar.
Skrifað: 15. október 2023
Sameiginleg kjörstjórn um kosningar um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur tekið ákvörðun um að setja upp færanlegan kjörstað á eftirfarandi tíma og stað:
Föstudaginn 20. október 2023
- Kl. 13:00 – 14:00 við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Stekkjum 1, 450 Patreksfirði
- Kl. 15:00 – 16:00 við Leikskólann Araklett, Strandgötu 20, 450 Patreksfirði
Þriðjudaginn 24. október 2023
- Kl. 14:00-15:00 í Odda hf., Eyrargötu 1, 450 Patreksfirði
Miðvikudaginn 25. október 2023
- Kl. 12:30 – 13:30 hjá Arnarlaxi, vinnslustöð Bíldudal
Samkvæmt reglugerð um íbúakosningar sveitarfélag er ekki heimilt að hafa tvo kjörstaði fyrir sömu kjördeildir opna samtímis. Því mun þurfa að loka kjörstöðum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar á eftirfarandi tímum:
- kl. 12:00 föstudaginn 20. október og þriðjudaginn 24. október
- kl. 11:00 miðvikudaginn 25. október