Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035
Samkvæmt 1. mgr 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035, breyting á þéttbýlisuppdrætti
Breytingin fjallar um að bætt er við iðnaðarsvæði á þéttbýlisuppdrátt fyrir Bíldudal. Um er að ræða hreinisvirki sem þjóna á íbúðarsvæði ÍB12.
Samkvæmt 1. mgr.41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir Hól, deiliskipulag íbúðabyggðar og íþróttasvæðis.
Skipulagssvæðið er alls 5,2 ha og er gert ráð fyrir 58 íbúðir með blönduðum húsagerðum. Lágreist byggð rað-, par- og einbýlishúsa með aðkomu frá Bíldudalsvegi.
Um er að ræða endurauglýsingu á deiliskipulagi sem auglýst var í júlí 2022 þar sem hreinsivirki var ekki skilgreint í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Fyrri athugasemdir og umsagnir gilda um tillöguna.
Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, frá og með 10.maí til 21. júní 2023 og er einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, www.vesturbyggd.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 21. júní 2023.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði.
Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.