Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Tillögur að áherslu­verk­efnum fyrir árið 2020

Vest­fjarða­stofa hefur opnað fyrir tillögur að áherslu­verk­efnum fyrir árið 2020. Verk­efnin þurfa að falla að fram­tíð­arsýn og áherslum Sókn­aráætl­unar Vest­fjarða 2020-2024.


Skrifað: 16. desember 2019

Auglýsingar

Aðeins eru um tillögur að ræða og því ekki sjálfgefið að verkefnið hljóti framgöngu sem áhersluverkefni þó að tillagan sé innsend. Tillögur verða metnar af starfshópi sem forgangsraða þeim eftir tengingu við markmið og áherslur Sóknaráætlunar. Þær tillögur sem falla að Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024 verða lagaðar fyrir samráðsvettvang og unnar á faglegan hátt. Stjórn Vestfjarðastofu mun taka endanlega ákvörðun hvort verkefnið hljóti framgöngu sem áhersluverkefni.

Tillögur að verkefnum geta verið hugmyndir sem eru skammt á veg komnar eða vel útfærðar verkefnisáætlanir.

Verkefnin þurf að uppfylla einhverjar af megin áherslum Sóknaráætlunar Vestfjarða sem eru t.d.

  • Efla nýsköpun á Vestfjörðum
  • Auka framleiðni og vöxt fyrirtækja
  • Auka samstarf skóla á öllum stigum
  • Auka samvinnu á milli sveitarfélaga
  • Auka þjónustuframboð á Vestfjörðum
  • Skapa jákvæða ímynda af Vestfjörðum
  • Vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi
  • Hækka menntunarstig á Vestfjörðum
  • Auka fjölbreytileika starfa á svæðinu
  • Verkefni sem lýtur að því að auðga mannlíf, menningu og menntun á svæðinu.

Áhersluverkefnin geta verið á sviði menningarmála, atvinnulífs, nýsköpunar, menntamála eða almenn byggðaþróunarverkefni sem ná til allra Vestfjarða eða ákveðinna svæða.

Skila þarf tillögum að áhersluverkefnum fyrir kl. 16 þann 20. desember

Vestfjarðastofa hvetur þá sem telja sig hafa góðar hugmyndir sem lúta að markmiðum Sóknaráætlunar að senda inn tillögu hér.