Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Tillögur sveit­ar­fé­laga um sérreglur vegna úthlut­unar byggða­kvóta fisk­veiði­ársins 2021/2022

Með vísan til 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fisk­veiða og ákvæða 3. gr. reglu­gerðar nr. 995/2021, um úthlutun byggða­kvóta til fiski­skipa á fisk­veiði­árinu 2021/2022 þá eru tillögur sveita­stjórna um sérreglur vegna úthlut­unar byggða­kvóta fisk­veiði­ársins 2021-2022 birtar á vef ráðu­neyt­isins til kynn­ingar. Frestur til að senda inn athuga­semdir til ráðu­neyt­isins vegna tillagna sveit­ar­stjórna er til 4. febrúar og skal senda þær á postur@anr.is.


Skrifað: 28. janúar 2022

Auglýsingar

Að kynningu lokinni mun ráðuneytið taka afstöðu til þeirra tillagna sem borist hafa frá sveitarfélögum auk athugasemda sem borist hafa.

Tekið skal fram að nokkrum sveitarstjórnum hefur þegar verið tilkynnt af ráðuneytinu að rökstuðningi tillagna sé ábótavant og að ráðuneytið muni ekki taka afstöðu fyrr en rökstuðningur berst. Nokkur sveitarfélög óskað eftir framlengdum fresti til að skila inn sínum tillögum og munu þær fara í kynningu síðar í a.m.k. 1 viku sbr. ákvæði framangreindar reglugerðar.