Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Tilnefning til Íslensku vefverð­laun­anna

Vefur Vest­ur­byggðar hlaut í dag tilnefn­ingu til Íslensku vefverð­laun­anna í flokknum Opinber vefur ársins. Þetta er annað árið í röð sem vefurinn er tilnefndur til þessara verð­launa en vefurinn hlaut verð­launin árið 2019 í sama flokki ásamt því að vera valinn vefur ársins.

 


Skrifað: 6. mars 2020

Fréttir

Verðlaunaafhendingin fer fram við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica Hotel föstudaginn 13. mars.

Vesturbyggð naut leiðsagnar Greips Gíslasonar, ráðgjafa, við undirbúning, gerð og þróun nýs vefs. Hönnun og forritun er í höndum Kolofon.