Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Tilnefn­ingar til bæjarlista­manns 2023

Árlega útnefnir Vest­ur­byggð bæjarlista­mann til eins árs í senn. Auglýst er eftir tilnefn­ingum til bæjarlista­manns Vest­ur­byggðar 2023.


Skrifað: 8. maí 2023

Öll geta sent inn tilnefningar. Tilnefna má listamenn úr öllum listgreinum, hvort sem það er úr hannyrðum, myndlist, ritlist, leiklist, tónlist eða öðru.

Verðlaunin verða afhent þann 17. júní næstkomandi. Þau voru fyrst veitt Rannveigu Haraldsdóttur árið 2021 og Signý Sverrisdóttir hlaut nafnbótina árið 2022. Verðlaunin eru viðurkenning á góðum störfum í þágu listarinnar, þeim er ætlað að vekja athygli á verkum listamannsins og jafnframt verka sem hvatning til að koma starfi sínu á framfæri.

Tilnefningar og ábendingar berist í tölvupósti til menningar- og ferðafulltrúa í síðasta lagi miðvikudaginn 31. maí 2023. Tilnefningum má gjarnan fylgja rökstuðningur og upplýsingar um störf listamannsins en ekki er gerð krafa um slíkt.

Menningar- og ferðamálafulltrúi

VMÞ

muggsstofa@vesturbyggd.is/+354 450 2335