Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Tökum því rólega áfram

Vegna fjölda smita innan Patreks­skóla undan­farnar vikur hefur aðgerð­ar­stjórn almanna­varna á Vest­fjörðum tekið ákvörðun um að fella niður skóla­hald í Patreks­skóla þar til eftir jólafrí. Ákvörð­unin er tekin til að fyrir­byggja frekari útbreiðslu á Covid-19. Sömu­leiðis fellur niður kennsla í Tónlista­skóla Vest­ur­byggðar á Patreks­firði.


Skrifað: 12. desember 2021

Leikskóladeildin Klif verður hins vegar opin en foreldrar eru hvattir til að senda ekki börn á deildina ef minnstu einkenna verður vart. Þá eru forráðamenn og foreldrar beðnir um að halda umgengni milli barna í algjöru lágmarki í næstu viku.

Starfsemi leikskólans Arakletts á Patreksfirði er viðkvæm og hvetur Vesturbyggð því þá foreldra sem hafa möguleika á, að halda börnum sínum heima í næstu viku. Einnig hvetjum við foreldra leikskólabarna á Arakletti að senda ekki börn sín á leikskólann ef minnstu einkenni eru og skrá sig í sýnatöku hjá heilbrigðisstofnuninni. Þannig getum við vonandi í sameiningu tryggt áfram þjónustu leikskólans m.a. fyrir þá framlínustarfsmenn sem standa vaktina fyrir okkur.

Vesturbyggð hvetur alla íbúa til að gæta vel að persónulegum sóttvörnum. Einnig er því beint áfram til íbúa að fara sérstaklega varlega og draga úr öllu samneyti nema brýna nauðsyn beri til. Þeir aðilar sem hyggjast standa fyrir viðburðum í næstu viku eru hvattir til að að fresta þeim, til að koma í veg fyrir að hópsmitið muni teygja sig inn í jólahátíðina okkar.

Ákvarðanir sem þessar eru ekki teknar af léttúð enda hafa þær mikil áhrif á daglegt líf okkar allra. Saman komumst við þó í gegnum þennan skafl og standa vonir til þess að með þessum aðgerðum í næstu viku geti allir notið samveru yfir hátíðirnar sem senn ganga í garð hjá okkur.

Gætum að sóttvörnum, förum í sýnatöku ef minnstu einkenni gera vart við sig og stöndum áfram saman í baráttunni við veiruna.