Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Tónlist­ar­kennari/píanó­kennari óskast

Tónlist­ar­skóli Vest­ur­byggðar auglýsir eftir tónlist­ar­kennara til að kenna á píanó og fleiri greinar, auk þess að sinna meðleik.

 


Skrifað: 18. mars 2022

Starfsauglýsingar

Tónlistarskóli Vesturbyggðar er vaxandi og vel útbúinn skóli, staðsettur í grunnskólanum á Patreksfirði og á Bíldudal. Vesturbyggð er sveitarfélag í örum vexti og nemendur Tónlistarskólans orðnir yfir sextíu talsins auk forskóla. Við skólann starfar lítill en öflugur kennarahópur sem leggur áherslu á samspil af ýmsu tagi, fjölbreytni í tónlist og framþróun í kennsluháttum.

Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi sem sýnir frumkvæði og sveigjanleika í starfi.

Helsu verkefni og ábyrgð

Viðkomandi þarf að geta kennt nemendum á öllum aldri á píanó. Einnig þarf viðkomandi að geta leikið með nemendum skólans á tónleikum og í áfangaprófum. Kostur er ef viðkomandi getur tekið að sér kennslu í fleiri greinum og/eða leikið á fleiri hljóðfæri en píanó.

    Hæfniskröfur

    • Háskólapróf í tónlist æskilegt eða tónlistarnám sem nýtist í starfi
    • Reynsla af kennslustörfum og meðleik æskileg
    • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
    • Frumkvæði í starfi
    • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

    Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2022

    Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags (FT eða FÍH).

    Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Mjöll Jakobsdóttir, skólastjóri, netfang: tonlistarskoli@vesturbyggd.is, eða í síma 450 2340.

    Ferilskrá og kynningarbréf, merkt „Umsókn um starf tónlistarkennara“, berist  til Tónlistarskóla Vesturbyggðar, Aðalstræti 53, 450 Vesturbyggð, eða í tölvupósti til tonlistarskoli@vesturbyggd.is.