Hoppa yfir valmynd

Trjá­gróður út í götu

Vest­ur­byggð hefur ákveðið að fara í þá fram­kvæmd að klippa tré eða gróður meðfram götum og eða gang­stéttum til að tryggja umferðarör­yggi við lóðar­mörk þar sem trjá­gróður slúttir yfir gang­stéttar eða götur.


Skrifað: 21. febrúar 2025

Ábyrgðaraðilar fasteigna eru því beiðnir um að sjá til þess, að þessum málum verði sinnt. Sjái húsráðendur ekki um að klippa gróður sjálfir, mun sveitarfélagið sjá um hreinsun á kostnað eiganda.

Í kafla 7.2 grein 7.2.2 í byggingarreglugerð stendur.

„Kafli 7.2. Lóðir og opin svæði gr. 7.2.2 Tré runnar á lóðum.“  „Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun.“

Bréf verður borið út til aðila, þar sem þessum málum er ábótavant. Mun þar nánar útskýrt er kemur að framkvæmd og frestum.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

geir@vesturbyggd.is/+354 450 2300