Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Umgengni og merk­ingar báta­vagna á uppsát­ur­svæði

Hafn­ar­stjóri vill beina þeim tilmælum til báta­eig­enda sem nýta sér báta­upp­sát­urs­svæði á hafn­ar­svæði Patreks­hafnar að ganga vel um og skilja ekki eftir sig rusl.


Skrifað: 27. maí 2021

Auglýsingar

Á svæðinu er of mikið af óþarfa drasli, s.s. ónýt bretti, olíusíur o.s.frv. Á svæðinu stendur einnig fjöldinn allur af bátavögnum, einhverjir að því er virðist, ónýtir. Hafnarstjóri óskar eftir því að eigendur vagnanna merki vagna sína með skipaskrárnúmeri báts á beisli vagns.

Með sumarkveðju og von um jákvæð viðbrögð,

Hafnarstjóri