Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Umhverf­is­göngur Vest­ur­byggðar

Ákveðið hefur verið að efna til umhverf­is­göngu í þétt­býlis­kjörnum Vest­ur­byggðar.


Skrifað: 4. september 2019

Tilgangur umhverfisgöngu er að efna til samtals við íbúa um sitt nánasta umhverfi.

Hvað má betur fara í framkvæmdum, frágangi og umhirðu í þorpunum.

Fyrirhugað er að hafa tvær göngur í hvoru þorpi og að hver ganga sé ekki lengri en um 2 klst.

  • Bíldudal 25. september kl. 16:00. Lagt af stað frá Íþróttamiðstöðinni Byltu. Gengið um ytri helming byggðar.
  • Patreksfirði 26. september kl. 17:00. Lagt af stað frá Ráðhúsi Vesturbyggðar. Gengið um ytri helming byggðar.
  • Patreksfirði 30. september kl. 17:30. Lagt af stað frá Ráðhúsi Vesturbyggðar. Gengið um innri helming byggðar.
  • Bíldudal 1. október kl. 17:00. Lagt af stað frá Íþróttamiðstöðinni Byltu. Gengið um innri helming byggðar.

Bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og sviðsstjórar stefna á að mæta.

Íbúar Vesturbyggðar sem vilja láta málefni umhverfis- og skipulagsmála varða, eru eindregið hvattir til að mæta í umhverfisgöngur. 

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Geir Gestsson geir@vesturbyggd.is / 450 2300