Hoppa yfir valmynd

Tillaga að starfs­leyfi vegna land­eldis

Umhverf­is­stofnun hefur unnið tillögu að starfs­leyfi vegna land­eldis Krist­ínar Óskar Matth­ías­dóttur að Seftjörn, Vatns­firði. Um er að ræða endur­nýjun á starfs­leyfi vegna bleikju­eldis. Rekstr­ar­aðili hefur veri með heimilt eldi með allt að 200 tonnum, nýtt leyfi heim­ilar eldi með allt að 20 tonna hámarks­líf­massa á hverjum tíma.


Skrifað: 9. október 2024

Að mati Umhverfisstofnunar eru helstu áhrif vegna eldisins losun næringarefna bæði á föstu formi og uppleystu í viðtakann. Áætluð losun næringarefna verður undir þeim mörkum sem almennt er miðað við varðandi losun í sjó með þeirri hreinsun sem rekstraraðili hyggst notast við. Hægt er að endurskoða fyrirkomulag fráveitu frá eldinu og gera auknar kröfur í hreinsun bendi mælingar til að hreinsun sé ábótavant samkvæmt mælingum. Þá er einnig hægt að endurskoða fyrirkomulag vöktunar út frá losun og áhrifum á vatnshlotið sem rekstraraðili losar í.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun ust@ust.is merkt UST202204-021, athugasemdir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 4. nóvember.