Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.
Umsjónamaður sumarnámskeiða
Vesturbyggð auglýsir eftir umsjónarmanni fyrir sumarnámskeiðin 2023. Starfið felur í sér umsjón sumarnámskeiða á Patreksfirði og Bíldudal.
Um er að ræða skemmtilegt starf í sumar sem leggur áherslu á útivist, kynnast náttúrunni, umhverfið, nýjum og klassískum leikjum og íþróttum.
- Viðkomandi þarf að hafa bílpróf
- Reynsla að vinna með börnum er kostur
- Sjálfstæð vinnubrögð, stundvísi og jákvætt viðmót skilyrði
- Unnið er með börnum sem eru fædd á árunum 2013 – 2016
Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl 2023
Um er að ræða sumarstörf og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Frekari upplýsinar gefur Arnheiður Jónsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs