Umsjónarkennari á yngsta stigi - Patreksskóli
Í Patreksskóla eru um 100 nemendur frá 5 ára – 10. bekk. Patreksskóli vinnur með Uppbyggingarstefnuna að leiðarljósi og einkunnarorð skólans eru jákvæðni, virðing og samvinna. Áherslur skólans eru fjölbreyttir kennsluhættir, einstaklingsmiðað nám, samþætting námsgreina þar sem grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfi. Lögð er áhersla á teymiskennslu.
Starfssvið
- 100% starf kennara með sérhæfða hæfni í kennslu á yngsta stigi.
- Taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og mótum á skólastarfi
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
- Vinna samkvæmt stefnu skólans
- Vinna að því að skapa gott andrúmsloft í skólanum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar og hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari
- Sérhæfð hæfni á yngsta stigi grunnskóla
- Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
- Faglegur metnaður
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Áhugi á að starfa með börnum í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
- Reynsla af teymisvinnu kostur
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.
Umsókn um starf skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi ef við á og upplýsingar um umsagnaraðila.
Umsóknir skulu berast á netfangið asdissnot@vesturbyggd.is Vesturbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.