Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Ungmennaráð Vest­ur­byggðar

Vest­ur­byggð auglýsir eftir áhuga­sömum og kraft­miklum ungmennum á aldr­inum 13-25 ára til að bjóða sig fram og starfa í Ungmenna­ráði Vest­ur­byggðar. Ungmennaráð er ráðgef­andi um málefni ungs fólks í sveit­ar­fé­laginu.


Skrifað: 18. janúar 2022

Auglýsingar

Markmið ráðsins er meðal annars:

  • Að skapa vettvang til að gera ungu fólki kleift að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila
  • Að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks og gerir tillögur til bæjarstjórnar um stefnumörkun um málefni ungs fólks
  • Að veita fulltrúum í ráðunum, fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum

Eftir að auglýsing lýkur, verður kosið til fulltrúa á ungmennaþingi á lýðræðislegum vettvangi.

  • Kynjahlutföll séu sem jöfnust
  • Tveir fulltrúar frá Grunnskóla Vesturbyggðar
  • Þrír fulltrúar á aldrinum 16-25 ára, þar af að minnsta kosti einn frá FSN
  • Fulltrúi sitji eigi lengur en tvö ár í ráðinu

Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá íþrótta-og tómstundafulltrúa Vesturbyggðar.